afmælispakka opnuninni er lokið...nema eitt sett af ömmu&afa muni eftir mér og gefi mér e-ð, en annars tel ég ég því formlega lokið. Ég er mjög ánægð með gjafirnar í ár, kudos for ya´ll.
ég eyddi gærdeginum hjá ömmu&afa á Langholtinu í gær í kökuboði mér og Særúnu frænku til heiðurs...fyndið þegar ég er í Keflavík hjá fjölskyldunni reynir mamma alltaf að láta mig fá samviskubit yfir að eyða ekki meiri tíma með henni og systkinum mínum og reynir að koma mér saman við einhvern strák, helst í körfunni. Gærdagurinn var enginn undantekning þar á. ég bauð systkinum mínum á Polar Express og svo á Keflavík-Haukar körfuboltaleikinn, þar sem heimaliði flengdi gesti og skildi þá eftir með rauðan og auman rass, muuhahaha. Sémsagt, á leiknum í gær var mamma aktív í því að benda mér á eligable keflvíska karlmenn/stráka sem eru á lausu og benti á kosti þeirra fram yfir alvarlega vanheilu mennina sem hún segir að ég finni mér....
ég fór að spá í þessu hjá múttu...laðast ég að andlega vanheilum og tilfinningalega brengluðum mönnum?
ég fór að skoða track recordið og það er bara nokkuð til í þessu.....
ég laðast að commitment phobic strákum sem eru heimakærari en andskotinn og tilfinningalega ekki alveg all there.... það er nú samt alltaf undantekningin sem sannar regluna ;)
my mission is clear; þarf ég að brjóta þetta munstur með komandi ári. ég er svona eins og fluga á uber skært ljós, þær fljúga alltaf að því en komast svo að því að það er ekkert svo sniðugt og sviðna smá en koma svo alltaf aftur þangað til þær stikna og deyja og svo heyrist svo tick tick hljóð þegar vængirnir detta af þeim og einn fótur í einu.
ég get nú samt ekki sagt með góðri samvisku að ég telji suðurnesjamann geyma svarið og að hann muni rjúfa munstrið mitt, síður en svo.
það er bara ekki satt sem sagt er að það eru fleiri fiskar í sjónum, allavega ekki í kringum Ísland. Fiskistofnun er meira að segja búin að banna manneldisráði að ráðleggja fólki að auka neyslu á fiski því þá mun stofnin hrynja. Má ekki skilja þetta svo að sömu sögu sé að segja um deit markaðinn. Gott fólk, ég er margoft búin að segja það hér og í persónu, að á þessu ári mínu er ég búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann er allt annað en hressandi og hann er of flókin og sms kostnaðarsamur. Sumir myndu segja að ég hljómaði eitthvað tense eða kannski með uppsafnaða streitu í öxlunum en raunin er sú að ég er bara að byggja á rannsóknum fræðimanna í málinu.. deit markaðurinn er í mikilli lægð. ég vil meina að með 100% lánunum á húsnæðismarkaðnum þá ákváðu öll pör að fjárfesta í "sinni fyrstu íbúð" og haldast því frekar saman og skrokkum á markaðnum fækkaði sem því nemur, kúr og vídjó í IKEA íbúðinni. Allt Íslandsbanka að kenna, og ég sem er meira segja með öll viðskipti þar.
stundum dett ég í IKEA stelpuna og það fékk mig einn til að líða þannig eina kvöldstund á afmælinu mína, kannski væri bara ósköp notalegt að vera bara heima að kúra....
ég gerði draumaprins lista sem er samansettur úr 4 strákum sem hafa skipt mig einhverju máli í lífinu...ég er tilbúin að vera libo og krefjast bara 95% uppfyllingar af check check check og auðvitað eru sumir hlutir mikilvægari en aðrir, segi það ekki.
mér finnst svona chemistry svo undarlegt fyrirbæri, hvernig getur maður bara horft á einhvern og bara allt í einu verið að söngla dam dam dam damm..ég átti svona móment í kvöld... og í afmælinu mínu..ahhhh.....
nýtt ár með nýjum áherslum, það er mitt mottó!
við gætum þurft að fara að flytja inn erlent kjöt á markaðinn, jafna út stöðu sætu kláru stelpnanna á móti ekki svo spes ég er svo æðislegur strákanna.
sérstasklega í ljósi gengisfellingar og lág gengis $, um að gera, ég panta tvo í hvelli, enough to go around!
svo held ég að allir haldi líka framhjá, byggi það á rannsóknum kvenna á þeim vettvangi.
ég kikstarta árinu bara með stelpu útlandaferð og ekkert meir að finna gaura sem hugsa um útlönd sem að fara út fyrir höfðuborgarsvæðið og skilja ekki afhverju ætti fólk að vilja fara að heiman, hér er allt til alls, og lets feis it, jú wanna gó where everíbodí knóws jor neim and thei are alveis glad jú keim.....
nei segjum ég og edith piaf og tökum bókina okkar fram og höldum áfram skriftum um töfraveröld fjarlægra landa og karlmanna með útlenskan hreim...
bon nuit
mánudagur, desember 13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
humm... einhverstaðar las ég nú að ef þú trúir á ást við fyrstu sín hættirðu aldrei að leita! hvað þá ef maður er single. Á manni ekki alltaf að langa í eitthvað sem maður hefur ekki (eða ekki nóg af!) og er ekki allt í lagi að spá bara helling í því?
kannski er ást við fyrstu sýn akurat það, en ást er líka margt annað og hefur oft meirað segja verið líkt við geðveiki, en ég hugsa að það sé ekkert að því að trúa að sönn ást við fyrstu sín sé til! Auðvitað væri æðislegt að geta metið að verðleikum allt sem við höfum og vera sáttur við það og það sem maður getur, en gerist þegar maður SÁTTUR? hvað gerirðu eftir að þú ert búinn að sætta þig við allar þínar takmarkanir til dæmis? mér finnst ekkert að því að vilja einhvað meira eða vilja einhvað annað líka, það þarf samt ekki að þýða að maður sé að gleyma því sem maður hefur.
áfram Elsa!
Arna
Humm ég trúi nú ekki á sanna ást, trúi á margt, en ást er bara ást, sönn eða ekki! Jæja gott að þú er sammála :)
Skrifa ummæli